 
                                                                                        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                „Ég er í sigurvímu, það er ekkert sætara en að vinna FH. Stuðningurinn og liðsheildin frábær," sagði Dagrún Birta Karlsdóttir, leikmaður Hauka og einn af markaskorurum liðsins, eftir 3-5 útisigur Hauka á FH í Inkasso-deild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 3 - 5 Haukar.
                
                                    Lestu um leikinn: FH 3 - 5 Haukar.
„Við eiginlega trúðum ekki að staðan væri orðin 0-4. Eina í stöðunni var samt að halda áfram."
„Mér leið aldrei eins og FH væri að koma í alvöru til baka. Aldrei hætta."
„Það verður ekki betra en að vinna FH í Krikanum. Liðið hefur tekið miklum framförum í sumar, bara geggjað."
Vienna Behnke skoraði þrjú mörk á sex mínútna kafla í upphafi leiks og var Dagrún spurð út í liðsfélaga sinn.
„Hún er frábær leikmaður og hefur gefið okkur ótrúlega mikið, róleg á boltann og þvílíkt flott að fá hana núna seinni hlutann af mótinu."
Dagrún var að lokum beðin um skilaboð til stuðningsmanna sem fjölmenntu á völlinn í kvöld.
„Frábært að fá stuðninginn. Það gerir þetta svo miklu skemmtilegra."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        



















 
         
    
 
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        
