Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 23. september 2020 22:38
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Suarez til Atletico Madrid (Staðfest)
Suarez skoraði 198 mörk í 283 leikjum hjá Barcelona.
Suarez skoraði 198 mörk í 283 leikjum hjá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid og Barcelona hafa komist að samkomulagi og er úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez svo gott sem kominn til félagsins.

Atletico greiðir 6 milljónir evra fyrir sóknarmanninn öfluga sem skoraði 21 mark í 36 leikjum með Barcelona á síðustu leiktíð.

Suarez verður 34 ára í janúar og tekur stöðu Alvaro Morata í sóknarlínu Atletico. Morata var lánaður til Juventus í gær.

Suarez á eftir að standast læknisskoðun hjá Atletico en hún er aðeins talin vera formsatriði. Talið var að sóknarmaðurinn öflugi væri á leið til Juventus og tók hann meðal annars ítölskupróf til að flýta fyrir skiptunum en að lokum var ákveðið að fara aðra leið.

Atletico greinir ekki frá samningslengd en spænskir fjölmiðlar telja Suarez hafa skrifað undir eins árs samning með sjálfkrafa eins árs framlengingu ef ákveðnum skilyrðum er mætt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner