Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 23. september 2021 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lukaku: Þurfum að verja aðdáendur og unga leikmenn
Mynd: EPA
Romelu Lukaku framherji Chelsea kallar eftir því að miklir áhrifavaldar innan fótboltans fari á fund með framkvæmdastjórum samfélagsmiðla til að tækla stækkandi vandamál sem kynþáttafordómar á netinu er orðinn.

Vandamálið hefur aukist sérstaklega síðustu 18 mánuði og leikmenn farið að 'taka hné' til að mótmæla kynþáttafordómum.

Leikmenn eru farnir að efast um að það sé að skila árangri og leikmenn á borð við Wilfried Zaha og Marcos Alonso eru hættir að taka hné.

Chelsea er með herferð í gangi sem kallast 'No To Hate'. Lukaku tjáði sig um vandamálið sem kynþáttafordómar eru.

„Fyrirliðar allra liða og 4-5 leikmenn með stóra persónuleika ættu að halda fund með framkvæmdastjóra Instagram, yfirvöldum, knattspyrnusambandinu og leikmannasamtökunum," sagði Lukaku.

„Við þurfum að setjast niður og ræða hvernig við eigum að tækla þetta strax. Ekki bara í karlaboltanum heldur kvenna líka til að verja leikmenn sem og aðdáendur og unga leikmenn sem vilja verða atvinnumenn."
Athugasemdir
banner
banner
banner