Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona, verður frá næstu tvo mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 3-2 sigrinum á Celta Vigo í dag.
De Jong er einn af lykilmönnum Börsunga og er það því mikið áfall að missa hann.
Spænski miðjumaðurinn Gavi kom inn fyrir meiddan De Jong á 36. mínútu.
Fréttamiðlar á Spáni segja að De Jong verði frá næstu tvo mánuði eftir að hafa tognað á ökkla. Mikil blóðtaka fyrir Börsunga, en De Jong hefur byrjað alla sex leiki liðsins á tímabilinu.
Barcelona rétt marði sigur á Celta með endurkomu undir lokin en liðið er á toppnum með 16 stig eftir sex leiki.
Athugasemdir