Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   lau 23. september 2023 16:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Manchester City lagði Forest manni færri
Mynd: Getty Images

Manchester City er áfram með fullt hús stiga eftir sigur á Nottingham Forest í dag.


Það stefndi í óefni fyrir Forest snemma leiks en Phil Foden skoraði strax á sjöundu mínútu eftir frábæran undirbúning Rodri og Kyle Walker.

Erling Haaland heldur áfram að skora í úrvalsdeildinni en hann bætti öðru markinu við sjö mínútum síðar þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Matheus Nunes.

Það reyndist síðasta markið í fyrri hálfleiknum en City lenti í vandræðum strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Rodri fékk að líta rauða spjaldið fyrir að taka Morgan Gibbs-White hálstaki.

Forest tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og 2-0 urðu lokatölur.

Luton nældi í sitt fyrsta stig þegar liðið gerði jafntefli gegn Wolves. Luton var manni fleiri allan síðari hálfleikinn eftir að Jean-Ricner Bellegarde fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks.

Wolves náði hins vegar forystunni snemma í síðari hálfleik þegar Pedro Neto skoraði. Luton fékk vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik og Carlton Morris skoraði og tryggði Luton jafntefli.

Það var markalaust þegar Crystal Palace fékk Fulham í heimsókn.

Luton 1 - 1 Wolves
0-1 Pedro Neto ('50 )
1-1 Carlton Morris ('65 , víti)
Rautt spjald: Jean-Ricner Bellegarde, Wolves ('39)

Crystal Palace 0 - 0 Fulham

Manchester City 2 - 0 Nott. Forest
1-0 Phil Foden ('7 )
2-0 Erling Haland ('14 )
Rautt spjald: Rodri, Manchester City ('46)


Athugasemdir
banner
banner