Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   mán 23. september 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Haaland kastaði boltanum í hausinn á Gabriel
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Erling Haaland skoraði fyrsta mark leiksins í 2-2 jafntefli Manchester City gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Haaland var snöggur að ná í boltann eftir að hafa skorað og nýtti tækifærið til að kasta honum aftan í hnakkann á brasilíska miðverðinum Gabriel.

Eins og við var að búast hrinti þetta atvik af stað stympingum en svo var leiknum haldið áfram. Gestirnir í liði Arsenal jöfnuðu leikinn og sneru stöðunni svo við með marki frá Gabriel eftir hornspyrnu. Hann náði því sinni persónulegu hefnd, en tókst ekki að koma í veg fyrir jöfnunarmark John Stones á 98. mínútu.

Það var nokkuð mikill hiti í leikmönnum í stórleik gærdagsins og er ljóst að titilbaráttan á eftir að vera gríðarlega skemmtileg í ár.

Haaland throws the ball at Gabriel after they score
byu/oklolzzzzs insoccer

Athugasemdir
banner