Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. nóvember 2020 23:05
Brynjar Ingi Erluson
Hasenhüttl: Frábært að fá áhorfendur aftur
Ralph Hasenhüttl á hliðarlínunni í kvöld
Ralph Hasenhüttl á hliðarlínunni í kvöld
Mynd: Getty Images
Ralph Hasenhüttl, knattspyrnustjóri Southampton, var ánægður með framlag Theo Walcott í framlínu liðsins í 1-1 jafnteflinu gegn Wolves í kvöld.

Southampton hefur farið tímabilið rækilega vel af stað og er liðið með 17 stig í fimmta sæti eftir níu leiki.

Theo Walcott fékk tækifæri í fremstu víglínu og nýtti hann sér það með því að skora en Hasenhüttl var ánægður með enska leikmanninn.

„Þetta var gott fyrsta mark fyrir hann. Walcott er svolítið ósáttur með að hafa ekki skorað annað mark í leiknum og að hann hafi ekki náð að klára leikinn en framlagið frá honum er magnað," sagði stjórinn.

„Það er hægt að treysta honum í tíunni eða sem framherja. Hann er náungi með mikla reynslu og kemur til baka í félagið þar sem hann ólst upp. Þetta er þýðingarmikið fyrir hann og það er kannski ástæðan fyrir því að hann leggur svona mikla vinnu í þetta," sagði hann ennfremur.

Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að leyfa áhorfendur frá og með 2. desember en 4000 manns mega mæta á völlinn á vissum svæðum á Bretlandseyjum.

„Það væri frábært að fá stuðningsmennina aftur. Vonandi getum við sýnt þeim sömu frammistöður á heimavelli og við sýnum þeim í sjónvarpinu. Við munum gera allt til að halda þeim ánægðum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner