Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. nóvember 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvers vegna voru Hollywood stjörnur að kaupa Wrexham?
Ryan Reynolds.
Ryan Reynolds.
Mynd: Chelsea
Rob McElhenny.
Rob McElhenny.
Mynd: Getty Images
Frá heimavelli Wrexham.
Frá heimavelli Wrexham.
Mynd: Getty Images
Í síðustu viku voru nýir eigendur knattspyrnufélagsins Wrexham í Wales staðfestir. Nýir eigendur Wrexham, sem er í fimmtu efstu deild á Englandi, eru Hollywood stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney.

Reynolds er mjög frægur leikari en líklega er hann þekktastur fyrir hlutverk sitt sem orðljóta ofurhetjan Deadpool. Hann hefur einnig getið af sér gott orð fyrir leik sinn í gamanmyndum á borð við Van Wilder, Just Friends og The Proposal. McElhenney er þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum It's Always Sunny in Philadelphia, en hann var einnig einn af höfundum þáttarins.

Yfirtaka þeirra á Wrexham hefur vakið mikla athygli og margir spyrja sig eflaust hvers vegna? Bloomberg skoðaði hvers vegna þeir félagar ákváðu að gerast eigendur Wrexham.

Fjölmargir bandarískir fjárfestar hafa á síðustu árum fjárfest í evrópskum fótboltafélögum og eru sex af 20 félögum ensku úrvalsdeildarinnar að minnsta kosti að hluta til í eigu Bandaríkjamanna. Samkvæmt Bloomberg er það uppsveiflan í sjónvarpsrétti sem heillar, en sjónvarpsréttahafar borga fúlgu fjár til að mega sýna frá leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Wrexham er langt frá ensku úrvalsdeildinni og ekki er beðið eftir því í röðum að sýna frá leikjum í fimmtu efstu deild á Englandi. En það eru önnur tækifæri í boði.

Reynolds og McElhenney eru með plön um að gera heimildarmynd eða þætti sem fjalla um Wrexham. Heimildarþættir um Manchester City, Tottenham Hotspur, Sunderland og Leeds hafa fangað mikla athygli og verið mjög vinsælir hjá fótboltaunnendum.

Heimildarþættirnir voru ekki stór af viðskiptum þessara félaga, en fyrir Wrexham gæti það verið þannig. Reynolds og McElhenney borga ekkert fyrir félagið þar sem það var í eigu stuðningsmanna. Þeir ætla þess í stað að fjárfesta tveimur milljónum punda inn í félagið. Og það er ekki óeðlilegt að ætlast til þess að Netflix, Amazon Prime eða hver sem kaupir réttinn að þáttunum eyði nokkur hundruð þúsund pundum í hvern þátt sem gerður er. Þetta segir Richard Broughton hjá Ampere Analysis.

Fyrir félag eins og Wrexham gæti vel gerð heimildarþáttaröð skipt miklu máli.

Á vefmiðlinum Sporting Life er skrifað um mögulegu heimildarþáttaröðina og er sagt: „Þarna gæti bæði félagið og eigendurnir grætt pening. Samningur við eina af stóru streymisveitunum mun búa til mikið innstreymi fjármagns. Ásamt því munu verða til margir möguleikar í markaðsstarfi og fyrir styrktaraðila vegna frægðar beggja eigenda um allan heim."

Á vef BBC segir að það að þurfa ekki að borga neitt fyrir félagið hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að þeir ákváðu að taka yfir Wrexham. Þeir eru heillaðir af áskoruninni og finnst það spennandi að hjálpa fótboltafélagi frá fámennum bæ í Wales.

Reynolds og McElhenney ætla sér stóra hluti með Wrexham og vilja láta ævintýri félagsins vekja heimsathygli. Þeir hafa talað um að þeir vilji að Wrexham verði eitt sterkasta félag í heimi; akkúrat núna er Wrexham í miðjumoði í fimmtu efstu deild og það er greinilega mikil vinna framundan.
Athugasemdir
banner
banner
banner