
Thomas Delaney, miðjumaður danska landsliðsins, verður ekki meira með á HM.
Þessi 31 árs gamli miðjumaður er lykilmaður í liði danska landsliðsins en hann meiddist á hné í markalausu jafntefli liðsins gegn Túnis í gær.
Delaney meiddist undir lok fyrri hálfleiks og þurfti að fara af velli en það kom í ljós í kvöld að hann yrði ekki meira með á mótinu.
Þetta er mikil blóðtaka fyrir danska liðið sem á eftir að mæta bæði Ástralíu og Frakklandi.
„Við munum sakna Thomas, bæði innan sem utan vallar. Aðrir leikmenn eru klárir og við erum með öflugan hóp fyrir næsta leik,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur.
Athugasemdir