Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 23. desember 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristian átti ekki að taka vítið og skipti um skoðun á punktinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði sinn fyrsta keppnisleik með aðalliði Ajax á dögunum. Hann kom inn á í bikarleik þegar um tíu mínútur voru eftir, fiskaði vítaspyrnu og tók vítið sjálfur. Hann skoraði úr spyrnunni af miklu öryggi.

Kristian er sautján ára gamall og var gestur í þættinum Ungstirnin í gær. Hann bjóst ekki við því að koma við sögu í leiknum fyrr en hann var sendur að hita upp.

„Nei, það var ekki ákveðið fyrir leik að ég myndi taka vítið. Ég fiskaði vítið sjálfur. Danilo átti að taka vítið en ég spurði hvort ég mætti ekki taka vítið. Ég held að Tagliafico [fyrirliði Ajax í leiknum] hafi sagt við Danilo að ég ætti að fá að taka vítið," sagði Kristian.

„Ég var búinn að hugsa fyrir leik, ef ég tæki víti, að ég myndi setja boltann hægra megin. Svo setti ég boltann á punktinn og ákveð að skjóta til vinstri. Ég ætlaði að setja boltann uppi, það hefði ekki verið gott ef ég hefði þrumað honum yfir."

„Það var smá þreytt að það voru ekki áhorfendur,"
sagði Kristian en afrekið er þrátt fyrir áhorfendaleysið mjög stórt hjá þessum efnilega leikmanni. Vítaspyrnuna má sjá hér að neðan. Óverjandi.



Ungstirnin - Tveir af okkar efnilegustu í hátíðarþætti
Athugasemdir
banner
banner
banner