Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   þri 23. desember 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Höjlund skaut á Man Utd
Mynd: EPA
Danski framherjinn Rasmus Höjlund skaut léttu skoti á enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United eftir að hafa unnið Ofurbikarinn með Napoli í gær.

Höjlund kom til Napoli í sumar á láni frá United en skiptin verða gerð varanleg ef Napoli kemst í Meistaradeildina á næstu leiktíð, sem ætti að vera formsatriðið miðað við gengi liðsins á tímabilinu.

Hann náði sér aldrei almennilega á strik með United, en hefur verið að gera það gott hjá Napoli.

„Svona lítur frábær ákvörðun út,“ sagði Höjlund á Instagram er hann fagnaði Ofurbikarstitlinum.

Þarna virðist hann vera að gefa sterklega í skyn hvar framtíð hans liggur.

Höjlund hefur skorað 7 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 19 leikjum sínum með Napoli á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner