Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 24. janúar 2020 23:22
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmótið: Víkingur skoraði fjögur á hálftíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 4 - 0 Fram
1-0 Nikolaj Hansen ('49)
2-0 Atli Hrafn Andrason ('55)
3-0 Atli Hrafn Andrason ('70)
4-0 Erlingur Agnarsson ('78, víti)

Víkingur R. rúllaði yfir Fram í síðustu umferð riðlakeppni Reykjavíkurmótsins og stal öðru sætinu af Leikni R. á markatölu.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn en Víkingur komst yfir í upphafi síðari hálfleiks. Nikolaj Hansen virðist hafa átt fyrsta markið.

Atli Hrafn Andrason bætti tveimur mörkum við á stundarfjórðungi og kláraði Erlingur Agnarsson dæmið með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Fjögur mörk á hálftíma.

Víkingur endar með 4 stig og markatöluna 7-6.
Leiknir tapaði fyrir Val fyrr í kvöld og endar með 4 stig og markatöluna 6-8.

KR lýkur keppni á toppi A-riðils og Fjölnir mun að öllum líkindum enda í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner