Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   sun 24. janúar 2021 17:35
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Blackburn lagði Middlesbrough
Tveir leikir fóru fram í ensku Championship deildinni í dag þar sem Preston North End tók á móti Reading í fyrri leik dagsins.

Þar var staðan markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik en Reading tók öll völd á vellinum eftir leikhlé.

Gestirnir reyndu hvað þeir gátu en náðu ekki að koma knettinum í netið. Besta færið kom á 83. mínútu þegar Lucas Joao klúðraði vítaspyrnu.

Heimamenn í Preston voru heppnir að halda hreinu en lokatölur urðu 0-0. Reading er í umspilssæti eftir jafnteflið, með 44 stig úr 25 leikjum. Preston er með 36 stig.

Preston 0 - 0 Reading

Middlesbrough og Blackburn áttust þá við og var staðan markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem heimamenn í Middlesbrough voru með yfirhöndina.

Seinni hálfleikurinn var jafnari og náðu gestirnir frá Blackburn að stela sigrinum.

Joe Rothwell skoraði markið á 63. mínútu og eru liðin á svipuðu róli skammt fyrir neðan umspilssvæðið.

Middlesbrough 0 - 1 Blackburn
0-1 J. Rothwell ('63)
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 10 6 3 1 14 7 +7 21
2 Coventry 9 5 4 0 27 7 +20 19
3 Leicester 9 4 4 1 13 8 +5 16
4 Preston NE 9 4 4 1 11 7 +4 16
5 Stoke City 9 4 3 2 11 6 +5 15
6 QPR 9 4 3 2 13 14 -1 15
7 West Brom 9 4 2 3 9 10 -1 14
8 Millwall 9 4 2 3 9 12 -3 14
9 Ipswich Town 9 3 4 2 16 10 +6 13
10 Bristol City 9 3 4 2 15 10 +5 13
11 Watford 9 3 3 3 11 11 0 12
12 Swansea 9 3 3 3 10 10 0 12
13 Charlton Athletic 9 3 3 3 8 8 0 12
14 Portsmouth 9 3 3 3 8 9 -1 12
15 Hull City 9 3 3 3 14 16 -2 12
16 Birmingham 9 3 3 3 8 11 -3 12
17 Southampton 9 2 5 2 11 12 -1 11
18 Wrexham 9 2 4 3 14 15 -1 10
19 Norwich 9 2 2 5 11 14 -3 8
20 Derby County 9 1 5 3 11 15 -4 8
21 Blackburn 8 2 1 5 7 11 -4 7
22 Oxford United 9 1 3 5 10 13 -3 6
23 Sheff Wed 9 1 3 5 8 20 -12 6
24 Sheffield Utd 9 1 0 8 3 16 -13 3
Athugasemdir
banner
banner