Dennis Irwin segir að Trent Alexander-Arnold minni sig á gamlan liðsfélaga sinn: David Beckham.
Alexander-Arnold er á algjörum heimsmælikvarða í því að gefa boltann fyrir og þar minnir hann á Beckham að sögn Irwin.
Alexander-Arnold er á algjörum heimsmælikvarða í því að gefa boltann fyrir og þar minnir hann á Beckham að sögn Irwin.
„Þegar kemur að því að senda boltann fyrir þá Trent Alexander-Arnold eins og David Beckham. Fyrirgjafir hans eru með þeim bestu sem ég hef séð," sagði Irwin nýverið en hann spilaði með Beckham hjá Manchester United.
„Hann lendir stundum í vandræðum varnarlega en þannig er það hjá nútímabakvörðum. Hann lærir eftir því sem hann spilar meira og verður betri varnarlega."
Alexander-Arnold hefur leikið allan sinn feril með Liverpool en er núna sterklega orðaður við Real Madrid.
Athugasemdir