Klukkan 18:00 í kvöld hefst pílumót Fótbolti.net á Bullseye.
27 lið eru skráð til leiks úr efstu tveimur deildum karla og kvenna.
Kepp verður í tvíliðaleik.
Áhorfendur eru velkomnir í stóra sal Bullseye á Snorrabraut þar sem gleðin verður við völd. Sigurvegarar kvöldsins fá í verðlaun ferð með Njóttu ferðum á leik í ensku úrvalsdeildinni.
Einnig verður hægt að fylgjast með keppninni í beinu streymi á Fótbolti.net í samstarfi við Livey.
Athugasemdir

