Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 24. mars 2023 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Tíu breytingar eftir töp gegn Argentínu
Randal Kolo Muani fær tækifærið. Sá hefur verið funheitur með Eintracht Frankfurt í þýska boltanum.
Randal Kolo Muani fær tækifærið. Sá hefur verið funheitur með Eintracht Frankfurt í þýska boltanum.
Mynd: EPA
Ronald Koeman breytir ýmsu frá HM-hópi forvera síns.
Ronald Koeman breytir ýmsu frá HM-hópi forvera síns.
Mynd: Getty Images
Belgía datt úr leik í riðlakeppni HM eftir markalaust jafntefli við Króatíu.
Belgía datt úr leik í riðlakeppni HM eftir markalaust jafntefli við Króatíu.
Mynd: Getty Images
Frændur okkar frá Svíþjóð hefja undankeppnina á erfiðum heimaleik.
Frændur okkar frá Svíþjóð hefja undankeppnina á erfiðum heimaleik.
Mynd: EPA

Það er nóg um að vera í undankeppni Evrópumótsins í kvöld þar sem nokkrir spennandi leikir eru á dagskrá. Þar eru tveir leikir sem skara framúr þar sem Frakkland tekur á móti Hollandi á meðan Svíþjóð mætir Belgíu.


Síðustu keppnisleikir þessara þjóða komu á HM í Katar þegar þau voru bæði slegin út af Argentínu eftir vítaspyrnukeppni. Holland var slegið út í átta liða úrslitum eftir að dramatískt 2-2 jafntefli fór alla leið í vítaspyrnur. Frakkland tapaði svo úrslitaleiknum, einnig á afar dramatískan máta, eftir 3-3 jafntefli og vítaspyrnukeppni.

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakka gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu sem tapaði úrslitaleiknum, þar sem Mike Maignan og Ibrahima Konate koma inn fyrir Hugo Lloris og Raphael Varane sem eru báðir meiddir. Lloris er búinn að leggja landsliðshanskana á hilluna, auk þess að glíma við meiðsli.

Kingsley Coman og Randal Kolo Muani koma þá inn fyrir Ousmane Dembele og Olivier Giroud. Giroud er á bekknum en Dembele er utan hóps vegna meiðsla.

Ronald Koeman, nýráðinn landsliðsþjálfari Hollendinga, breytir meira en hálfu byrjunarliðinu sem tapaði gegn Argentínu. Steven Bergwijn kemst ekki í hópinn og þá er Frenkie de Jong meiddur og Cody Gakpo veikur. 

Koeman kýs að nota hinn tvítuga Kenneth Taylor, sókndjarfan miðjumann Ajax, í byrjunarliðinu ásamt hinum 22 ára gamla Lutsharel Geertruida sem er mikilvægur hlekkur í liði Feyenoord.

Xavi Simons, Steven Berghuis og Georginio Wijnaldum koma einnig inn í byrjunarliðið ásamt Jasper Cillessen, sem fer á milli stanganna. Andries Noppert, markvörðurinn sem Louis van Gaal notaði óvænt á HM, er ekki í hóp.

Frakkland: Maignan, Kounde, Konate, Upamecano, Theo, Tchouameni, Rabiot, Griezmann, Coman, Mbappe, Kolo Muani
Varamenn: Areola, Samba, K. Thuram, M. Thuram, Todibo, Y. Fofana, Pavard, Disasi, Veretout, Giroud, Diaby, Camavinga

Holland: Cillessen, Timber, Geertruida, Van Dijk, Ake, De Roon, Wijnaldum, Taylor, Berghuis, Simons, Memphis
Varamenn: Scherpen, Flekken, Blind, Malacia, Brobbey, De Vrij, Gravenberch, Klaassen, Maien, Weghorst, Wieffer


Viðureign Svía og Belga verður afar áhugaverð þar sem Belgar eru að spila undir stjórn nýs þjálfara í fyrsta sinn síðan Roberto Martinez var rekinn eftir rúmlega sex ár í starfi.

Domenico Tedesco stýrir Belgum í dag og stillir upp áhugaverðu byrjunarliði þar sem hann gerir umtalsverðar breytingar frá liðinu sem Belgar höfðu vanist. Hann breytir meðal annars um leikkerfi þar sem Timothy Castagne og Wout Faes, varnarmenn Leicester, mynda helminginn af fjögurra manna varnarlínu.

Eden Hazard er ekki í leikmannahópi Belga og má finna Thomas Meunier á bekknum. Nokkrir lykilmenn eru fjarverandi vegna meiðsla.

Alexander Isak leiðir sóknarlínu Svía með Dejan Kulusevski og Emil Forsberg sér til aðstoðar. Zlatan Ibrahimovic er á bekknum.

Svíþjóð: Olsen, Wahlqvist, Ekdal, Lindelöf, Augustinsson, Gustafsson, Olsson, Svanberg, Forsberg, Kulusevski, Isak
Varamenn: Johansson, Nordfeldt, Starfelt, Quaison, Kurtulus, Karlström, Karlsson, Ibrahimovic, Gyokeres, Gudmundsson, Elanga, Claesson

Belgía: Courtois, Castagne, Faes, Vertonghen, Theate, De Bruyne, Onana, Carrasco, Trossard, Lukebakio, Lukaku
Varamenn: Casteels, Sels, Bakayoko, Bornauw, Debast, De Ketelaere, Lavia, Mangala, Meunier, Openda, Praet, Saelemaekers


Athugasemdir
banner
banner
banner