Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 24. mars 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daði Bergs úr Kórdrengjum í 5. deild (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Bergsson, sem uppalinn er hjá Þrótti, hefur fengið félagaskipti í SR og getur því leikið með liðinu gegn Hamri í C-deild Lengjubikarnum í kvöld.

Daði var leikmaður Kórdrengja í Lengjudeildinni í fyrra en er nú kominn í B-riðil 5. deildar.

Hann er 28 ára gamall og lék á sínum tíma 29 leiki fyrir yngri landsliðin. Hann lék með Val og Leikni í efstu deild á sínum tíma en hefur leikið í næst efstu deild frá og með árinu 2017.

Hann var einn af örfáum sem var samningsbundinn Kórdrengjum eftir síðasta tímabil. Kórdrengir verða ekki með í sumar, fengu ekki keppnisleyfi, og Daði er kominn í annað lið.

Eins og fjöldinn af leikjum fyrir yngri landsliðin gefur til kynna var Daði mjög efnilegur á sínum tíma og var hann í eitt og hálft ár á mála hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Hann fór þangað eftir tímabilið 2012 á Íslandi og sneri til baka um mitt sumarið 2014.
Athugasemdir
banner
banner