Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   mið 30. júlí 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Semedo kveður Wolves (Staðfest)
Nelson Semedo.
Nelson Semedo.
Mynd: EPA
Portúgalski bakvörðurinn Nelson Semedo hefur ákveðið að kveðja Úlfana eftir að samningur hans rann út.

Samningurinn rann út fyrir mánuði síðan en Úlfarnir hafa haldið í þá von að hann myndi endursemja, en svo gerðist ekki.

Semedo gekk í raðir Úlfana árið 2020 og spilaði 182 leiki fyrir félagið.

„Tíminn er kominn og ég vil þakka ykkur öllum fyrir þessi fimm ár," skrifaði Semedo á Instagram.

„Ég hef vaxið svo mikið sem íþróttamaður og sem persóna. Ég gerði mitt besta á hverjum degi að vera fulltrúi þessa félags á þann hátt sem það á skilið."
Athugasemdir
banner