Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   mán 24. mars 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari AIK myndi vilja Júlla í sitt lið
Mynd: IF Elfsborg
Sænska félagið Elfsborg krækti í Júlíus Magnússon í vetur eftir að hann hafði verið fyrirliði hjá Fredrikstad í Noregi.

Júlíus hefur komið sterkur inn í liðið hjá Elfsborg í sænska undirbúningsbikarnum, Svenska Cupen, þar sem liðið datt úr leik gegn Malmö eftir framlengdan leik í 8-liða úrslitum.

Mikkjal Thomassen þjálfaði Júlíus hjá Fredrikstad en var ráðinn til AIK síðasta sumar, hálfu ári áður en Júlíus var fenginn yfir til Elfsborg.

„Mér finnst frábært að Elfsborg hafi náð í fyrirliðann minn frá Fredrikstad, Júlíus Magnússon. Hann er óþreytandi miðjumaður sem býr yfir miklum líkamsstyrk. Ef það er einhver einn leikmaður sem ég hefði viljað fá til AIK þá er það hann," sagði Thomassen þjálfari í viðtali við fotbollskanalen.

„Júlíus hljóp 17 kílómetra í tapinu gegn Malmö í bikarnum. Hann er ótrúleg vél sem getur enn bætt sig með boltann. Ég vona að honum takist að þróa sinn leik hjá Elfsborg því Júlíus getur orðið framúrskarandi fótboltamaður."

Júlíus er 26 ára gamall og hefur spilað 5 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Athugasemdir
banner
banner