Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. apríl 2019 07:00
Arnar Helgi Magnússon
Endar Busquets í MLS-deildinni?
Mynd: Getty Images
Sergio Busquets útilokar það ekki að hann muni yfirgefa Barcelona í sumar. Hann er spenntur fyrir bandarísku MLS-deildinni.

Leikmaðurinn hefur spilað með Barcelona síðan ári 2008 og hefur hann átt stóran þátt í velgengni liðsins undanfarin áratug.

„Maður veit ekki hvað gerist í knattspyrnu. Ég er mjög hrifinn af Bandaríkjunum og knattspyrnan virðist vera að stækka þar," segir Busquets.

„Deildin er að styrkjast og það sem heillar mig þar en úrslitakeppnin. Ég þekki það ekki en það heillar mig."

Frenkie De Jong mun ganga í raðir liðsins í sumar og það gæti orðið til þess að Busquets spili ekki jafn marga leiki.

„Ég hef alltaf sagt að mér langar ekki til þess að vera varamaður hjá Barcelona," sagði Spánverjinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner