
HK hefur fengið öflugan liðsstyrk til liðs við sig fyrir komandi átök í Lengjudeild kvenna, eftir að hafa misst af öðru sætinu í fyrra með fjögurra stiga mun.
Karlotta Björk Andradóttir er komin á lánssamningi úr röðum Stjörnunnar, en hún er gríðarlega efnileg fótboltakona.
Karlotta er fædd 2007 og er með 13 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands, þar af einn fyrir U19 liðið.
Hún kom við sögu í sex leikjum með Stjörnunni í Bestu deildinni í fyrra og er lánuð til HK til að öðlast reynslu í Lengjudeildinni.
Karlotta er uppalin á Akureyri og á einnig fimm leiki að baki fyrir Þór/KA í efstu deild kvenna. Ellefu leikir í heildina, auk sex leikja fyrir Álftanes í 2. deild.
Athugasemdir