Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
   fim 24. apríl 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagi Jóns Dags á leið til Leverkusen
Mynd: EPA
Bayer Leverkusen hefur náð samkomulagi við Herthu Berlín um kaup á alsírska landsliðsmanninum Ibrahim Maza. Bild greinir frá.

Maza er 19 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem hefur komið að sjö mörkum í þýsku B-deildinni á þessari leiktíð.

Bild segir að Leverkusen hafi náð samningum við Herthu Berlín um kaup á honum, en kaupverðið nemur um 12 milljónum evra og gerir hann samning til 2030.

Maza er fæddur í Þýskalandi en á ættir sínar að rekja til Asír. Hann spilaði með öllum yngri landsliðum Þýskalands áður en hann tók ákvörðun um að spila fyrir A-landslið Alsír.

Hann lék sinn fyrsta A-landsleik í október á síðasta ári og spilaði síðan annan leik sinn í undankeppni HM í síðasta mánuði.

Maza hefur verið einn af ljósu punktunum í liði Herthu á tímabilinu, en þar leikur hann með íslenska landsliðsmanninum Jóni Degi Þorsteinssyni, sem kom frá Leuven á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner