Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
   fim 24. apríl 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rangers staðfestir viðræður við mögulega kaupendur
Mynd: EPA
Skoska stórveldið Rangers er búið að staðfesta að félagið er í viðræðum við bandarískan fjárfestahóp um sölu á félaginu.

San Francisco 49ers, sem spilar amerískan fótbolta í NFL deildinni, er meðal fjárfesta í hópnum sem vill kaupa Rangers.

Tilvonandi kaupendur vilja eignast meirihluta félagsins og er markmiðið að ljúka við kaup á félaginu í júní.

Rangers vann skosku deildina síðast 2021 og tapaði úrslitaleik Evrópudeildarinnar ári síðar.

Liðið siglir lygnan sjó undir lok skoska úrvalsdeildartímabilsins, í öðru sæti deildarinnar fimmtán stigum á eftir Celtic.
Athugasemdir
banner