Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
   fim 24. apríl 2025 14:20
Elvar Geir Magnússon
„Sem íbúi á Akranesi skammast ég mín“
„Stuðningsmenn Vestra voru gerðir hornreka
„Stuðningsmenn Vestra voru gerðir hornreka"
Mynd: Halldór Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Leikur ÍA og Vestra í Bestu deildinni í gær fór fram í Akraneshöllinni en að margra mati er höllin óboðlegur vettvangur fyrir efstu deild. Aðalvöllur ÍA var ekki talinn leikhæfur og leikurinn því færður inn.

Halldór Jónsson, íbúi á Akranesi, skrifaði pistil á Facebook þar sem honum er misboðið vegna aðstöðunnar sem boðið var upp á.

„Að það skuli gerast á knattspyrnuleik þegar gamla stórveldið ÍA á í hlut og á Akranesi í þokkabót verður maður bæði sár og reiður," skrifaði Halldór í pistlinum og birtir mynd af aðstöðu stuðningsmanna aðkomuliðsins.

„Stuðningsmenn Vestra voru gerðir hornreka í orðsins fyllstu merkingu og þeim meinaður aðgangur að stúku knattspyrnuhússins. Ég velti fyrir mér hvar svona dapurleg ákvörðun er tekin. Eru það starfsmenn íþróttamannvirkjanna eða Knattspyrnufélags ÍA sem það gerðu? Sem íbúi á Akranesi skammast ég mín fyrir þessa uppákomu en dáist jafnframt að umburðarlyndi og kurteisi stuðningsmanna Vestra við þessar móttökur heimamanna. Ég veit líka að það verður vel tekið á móti Skagamönnum þegar þeir koma vestur síðar í sumar."

„Leikmenn Vestra léku hins vegar við hvurn sinn fingur og fóru létt með lið heimamanna. Glæsileg frammistaða Vestramanna gera leikinn ógleymanlegan þeim er á horfðu," skrifar Halldór en Vestri vann 2-0 útisigur í leiknum.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  2 Vestri


Athugasemdir
banner