Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   þri 22. apríl 2025 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Akranesvelli.
Frá Akranesvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Við höfum spilað marga leiki við Aftureldingu á undanförnum árum. Það hafa yfirleitt verið hörkuskemmtilegir leikir þar sem okkur hefur gengið vel," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, við Fótbolta.net í dag þegar dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

ÍA mætir Aftureldingu á heimavelli í næstu umferð eftir að hafa lagt Gróttu að velli á dögunum.

„Þetta eru lið sem þekkja hvort annað mjög vel. Verður vafalaust hörkuleikur og skemmtilegur leikur," segir Jón Þór.

Þurfum bara nýjan völl
ÍA hefur farið ágætlega af stað í Bestu deildinni, eru með þrjú stig eftir tvo leiki. Þeir mæta næst Vestra á morgun en hann fer fram í Akraneshöllinni. ELKEM völlurinn er ekki klár í slaginn.

„Þetta verður hörkuleikur, það verður hörkubarátta eins og alltaf á milli þessara liða. Það leggst mjög vel í okkur," sagði Jón Þór en hvað finnst honum um að leikurinn fari fram í Akraneshöllinni?

„Vallarmálin á Akranesi eru bara mjög vandræðaleg og leiðinleg, leiðindarmál. Völlurinn er því miður handónýtur. Fyrst hann er ekki tilbúinn núna - við höfum unnið mikið í honum - eftir þennan vetur sem var mjög hagstæður, þá verður hann aldrei tilbúinn á þessum árstíma. Auðvitað er það fúlt að geta ekki spilað þar."

„Það jákvæða við þetta er að þetta verður eini leikurinn sem verður spilaður þarna. Það hittir þannig á að það er á móti Vestra sem hefur sennilega ekki spilað færri leiki en við í Akraneshöllinni í vetur. Það er verið að búa til skemmtilega umgjörð, margir sem eru að vinna í þessu."

Hvað þarf að breytast á Akranesi?

„Við þurfum bara nýjan völl. Við þurfum nýtt undirlag. Við erum að spila á 70 ára gömlum velli. Það hefur aldrei verið skipt um eitt eða neitt í honum. Hann er handónýtur. Við höfum undanfarin ár verið að gera allt sem við mögulega getum... því miður er ástandið hræðilegt og ekki síst fyrir okkur þar sem við spilum flesta leiki á þessum velli."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner