Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   þri 22. apríl 2025 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Akranesvelli.
Frá Akranesvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Við höfum spilað marga leiki við Aftureldingu á undanförnum árum. Það hafa yfirleitt verið hörkuskemmtilegir leikir þar sem okkur hefur gengið vel," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, við Fótbolta.net í dag þegar dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

ÍA mætir Aftureldingu á heimavelli í næstu umferð eftir að hafa lagt Gróttu að velli á dögunum.

„Þetta eru lið sem þekkja hvort annað mjög vel. Verður vafalaust hörkuleikur og skemmtilegur leikur," segir Jón Þór.

Þurfum bara nýjan völl
ÍA hefur farið ágætlega af stað í Bestu deildinni, eru með þrjú stig eftir tvo leiki. Þeir mæta næst Vestra á morgun en hann fer fram í Akraneshöllinni. ELKEM völlurinn er ekki klár í slaginn.

„Þetta verður hörkuleikur, það verður hörkubarátta eins og alltaf á milli þessara liða. Það leggst mjög vel í okkur," sagði Jón Þór en hvað finnst honum um að leikurinn fari fram í Akraneshöllinni?

„Vallarmálin á Akranesi eru bara mjög vandræðaleg og leiðinleg, leiðindarmál. Völlurinn er því miður handónýtur. Fyrst hann er ekki tilbúinn núna - við höfum unnið mikið í honum - eftir þennan vetur sem var mjög hagstæður, þá verður hann aldrei tilbúinn á þessum árstíma. Auðvitað er það fúlt að geta ekki spilað þar."

„Það jákvæða við þetta er að þetta verður eini leikurinn sem verður spilaður þarna. Það hittir þannig á að það er á móti Vestra sem hefur sennilega ekki spilað færri leiki en við í Akraneshöllinni í vetur. Það er verið að búa til skemmtilega umgjörð, margir sem eru að vinna í þessu."

Hvað þarf að breytast á Akranesi?

„Við þurfum bara nýjan völl. Við þurfum nýtt undirlag. Við erum að spila á 70 ára gömlum velli. Það hefur aldrei verið skipt um eitt eða neitt í honum. Hann er handónýtur. Við höfum undanfarin ár verið að gera allt sem við mögulega getum... því miður er ástandið hræðilegt og ekki síst fyrir okkur þar sem við spilum flesta leiki á þessum velli."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir