Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. maí 2022 20:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Uppgjörið í enska - Hjálmar Örn svarar spurningum
Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson.
Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Antonio Conte var besti stjórinn að mati Hjálmars.
Antonio Conte var besti stjórinn að mati Hjálmars.
Mynd: EPA
Fótbolti.net gerir upp tímabilið í ensku úrvalsdeildinni þessa vikuna, leitað verður til sparkspekinga til að svara nokkrum spurningum um tímabilið sem er að baki og tímabilið sem framundan er. Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur svarar hér nokkrum laufléttum og skemmtilegum spurningum.

Besti leikmaðurinn? Salah, var með flest mörk, ásamt Son, og flestar stoðsendingar. Erfitt að horfa framhjá því.

Besti stjórinn? Conte, tók við vonlausu búi og stýrði Tottenham úr 9 sæti í 4.

Flottasta markið? Kovacic gegn Liverpool! Thunder!

Skemmtilegasti leikurinn? Leicester - Tottenham. Rosaleg endurkoma Tottenham! Minnti á svakalegan leik Ajax og Tottenham hér um árið.

Skondnasta/skemmtilegasta atvikið? Endalaus skilaboð leikmanna á samfélagsmiðlum þegar illa gekk að minna stuðningsmenn á að “ Stick together until the end” og fleira glatað.

Vanmetnasti leikmaðurinn? Kulusevski, við Tottenham fans vorum fljót að jafna okkur að hafa misst af Diaz.

Hvaða lið olli mestum vonbrigðum í vetur? Everton, hélt að þeir myndu enda í topp 10!

Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum í vetur? Sancho en held samt að hann komi sterkari inn á næsta seasoni með nýjan mann í brúnni.

Hvaða lið mun styrkja sig mest í sumar? Tottenham fer á spending spree og Newcastle fylgja fast á eftir.

Hvernig fannst þér dómgæslan í vetur? Var fín í vetur alltaf eitthvað hægt að væla yfir en VAR lagaðist á milli ára sem er jákvætt.

Þú mátt velja einn leikmann úr liðunum sem féllu og setja í liðið þitt, hvaða leikmaður yrði fyrir valinu? Hljómar ekki spennandi en Josh Brownhill myndi vera fínn í jaðarleikina næsta vetur.
Athugasemdir
banner