Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   sun 27. ágúst 2023 22:16
Þorsteinn Haukur Harðarson
Arnar Gunnlaugs: Nenni ekki að eyða orðum í að svara hvorki Óskari né Blikum
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

"Ég hélt ég hafði séð allt á löngum ferli sem leikmaður og þjálfari en svo var greinilega ekki. Þetta var mjög skrítið allt en við reyndum að halda fókus á okkar hóp. Ég skil ekki alveg tilganginn," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, um þá ákvörðun Breiðabliks að mæta seint í leik þessara liða í kvöld en Víkingar unnu að lokum 5-3 sigur. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Breiðablik

Arnar segist ekki hafa verið farinn að halda að Blikar myndu hreinlega ekki mæta. "Nei ég held að það hafi aldrei komið til greina þó það hafi litið þannig út. Þetta voru örugglega einhver mótmæli en samt mjög skrítið."

Arnar segist samt hafa samúð með stöðunni sem Blikar eru í. "Klárlega. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að hjálpa þeim að færa leikinn.  en það var óraunhæft að spila í landsleikjahléinu. Það hefði líka sett heilindi deildarinnar í voða. Hvað hefðu Valur eða FH sagt ef við hefðum mætt með veikara lið í leik gegn Blikum? Þetta kom aldrei til greina og að mála okkur sem vonda kalla í þessu máli er algjörlega út í hött."

Óskar Hrafn var til viðtals fyrir leikinn þar sem hann skaut aðeins á Arnar og Evrópugengi Víkinga. "Ég heyrði ekki þessi ummæli en þau dæma sig sjálf og ég nenni ekki að eyða orðum í að svara hvorki Óskari né Blikum."

Næst ræddum við um leikinn. "Þetta var skrítinn leikur og öðruvísi en við erum vanir. Það var mikil orka í þessum ungu Blikum sem stóðu sig virkillega vel. "

Að lokum ræddum við um áhugaverða viku sem er að baki en Valsmenn kærðu leik sinn gegn Víkingum eins og frægt er orðið þar sem Arnar, sem var í banni, var í samskiptum við bekkinn símleiðis.

"Ég var svo feginn að geta látið verkin tala inni á vellinum. Mér finnst íþróttin sjálf hafa beðið hnekki í allri þessari umræðu í vikunni. Bæði með þetta Vals fíaskó og svo þessar rútupælingar í dag. Allir bardagar í íþróttum eiga heima úti á velli. Við erum ekki í pólítík," sagði Arnar og hélt áfram.

"Það var alveg augljóst í þessum Valsleik að ég gerði mína hluti í góðri trú um að ég væri að gera löglega hluti og hvernig kæra Vals var orðuð kom mér virkilega á óvart. Ég var svekktur alla vikuna en síðan létum við verkin tala inni á velli og þannig á það að vera."

Allt viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner