Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   fim 24. júní 2021 21:48
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Menn taka ekki á skarið
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var nokkuð sáttur með sína menn þrátt fyrir 2-0 tap Val í Mjólkurbikar karla.

„Mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik, virkaði svona flest sem við vorum að setja upp varnarlega og mér fannst við stjórna svolítið leiknum og tempóinu og þeir réðu illa við okkur."

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 Leiknir R.

„Ég held að leikmennirnir hafi haldið að það væri auðvelt að spila á móti Val og auðvelt að spila í kringum þá og við vorum værukærir og náðum aldrei takti fyrr en svona miðjan seinni hálfleikinn þegar þeir einhvern veginn voru búnir að herja aðeins á okkur en heilt yfir bara virkilega ánægður með frammistöðuna."

Leiknismenn voru góðir varnarlega í kvöld og voru að ná góðu uppspili en það vantaði mikið upp á síðasta þriðjung hjá Leikni í kvöld.

„Við vorum ekki nógu graðir og menn taka ekki á skarið til þess að bomba boltanum í markið. Mér fannst við fá færi í fyrri hálfleik og líka í seinni hálfleik og það vantar aðeins meira hungur að troða boltanum í markið."

Sigurður Höskuldsson byrjaði með byssur á bekknum í kvöld en Sævar Atli Magnússon, Daníel Finns og Máni Austmann byrjuðu allir á bekk Leiknismanna í kvöld og var Siggi spurður hvort áherslan væri á deildina.

„Við þurftum að nýta þessa daga í smá recovery og leyfa mönnum aðeins að setjast á bekkinn og horfa á leikinn. Stutt í næsta leik og mikið prógram og við erum bara í þannig prógrami í deildinni að þeir þurftu aðeins að safna orku."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner