Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var nokkuð sáttur með sína menn þrátt fyrir 2-0 tap Val í Mjólkurbikar karla.
„Mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik, virkaði svona flest sem við vorum að setja upp varnarlega og mér fannst við stjórna svolítið leiknum og tempóinu og þeir réðu illa við okkur."
„Mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik, virkaði svona flest sem við vorum að setja upp varnarlega og mér fannst við stjórna svolítið leiknum og tempóinu og þeir réðu illa við okkur."
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 Leiknir R.
„Ég held að leikmennirnir hafi haldið að það væri auðvelt að spila á móti Val og auðvelt að spila í kringum þá og við vorum værukærir og náðum aldrei takti fyrr en svona miðjan seinni hálfleikinn þegar þeir einhvern veginn voru búnir að herja aðeins á okkur en heilt yfir bara virkilega ánægður með frammistöðuna."
Leiknismenn voru góðir varnarlega í kvöld og voru að ná góðu uppspili en það vantaði mikið upp á síðasta þriðjung hjá Leikni í kvöld.
„Við vorum ekki nógu graðir og menn taka ekki á skarið til þess að bomba boltanum í markið. Mér fannst við fá færi í fyrri hálfleik og líka í seinni hálfleik og það vantar aðeins meira hungur að troða boltanum í markið."
Sigurður Höskuldsson byrjaði með byssur á bekknum í kvöld en Sævar Atli Magnússon, Daníel Finns og Máni Austmann byrjuðu allir á bekk Leiknismanna í kvöld og var Siggi spurður hvort áherslan væri á deildina.
„Við þurftum að nýta þessa daga í smá recovery og leyfa mönnum aðeins að setjast á bekkinn og horfa á leikinn. Stutt í næsta leik og mikið prógram og við erum bara í þannig prógrami í deildinni að þeir þurftu aðeins að safna orku."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir