Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fös 24. júní 2022 23:52
Ingi Snær Karlsson
Láki: Ekki boðleg spilamennska
Lengjudeildin
Þorlákur Már Árnason, þjálfari Þórs
Þorlákur Már Árnason, þjálfari Þórs
Mynd: Palli Jóh / thorsport
„Fyrri hálfleikur var arfa slakur að okkar hálfu. Ekki boðleg spilamennska. Það var svona smá stolt í þessu í seinni hálfleik og það var skárra en bara alltof seint." sagði Þorlákur Már Árnason eftir 4-1 tap sinna manna gegn Aftureldingu í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  1 Þór

Kom þér eitthvað á óvart í leiknum?

„Nei ekki þannig séð það var bara helst hugarfar Þórs leikmanna, hvernig þeir komu inn í leikinn og hvað menn brotnuðu þegar þeir fengu á sig fyrsta markið. Það bara kom mér mjög á óvart."

Fannst þér seinkunin hafa mikil áhrif á þitt lið?

„Nei við höfum engar afsakanir, því miður. Við bara spiluðum fyrri hálfleikinn mjög illa og reyndum að bregðast við í hálfleik og fengum spræka stráka inná en það var bara ekki nóg. Afturelding átti fyllilega skilið þennan sigur."

Sonur Þorláks, Alexander Már gengur til liðs við Þór frá Fram í næsta glugga.

„Við höfum verið í miklum vandræðum með framherjastöðuna og auðvitað verið að færa leikmenn úr öðrum stöðum til að leysa það. Við misstum bæði Woo og Fannar Daða. Það verður mjög gaman að fá níu inn í liðið."

Ertu bjartsýnn á framhaldið?

„Já, ég er mjög bjartsýnn á framhaldið. Ég held að þetta hafi bara verið viðspyrna, maður þarf stundum að ná botninum og mér fannst þetta vera algjörlega botninn hjá Þórs liðinu og ég á von á breyttu liði núna í framtíðinni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner