Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 24. júní 2022 23:52
Ingi Snær Karlsson
Láki: Ekki boðleg spilamennska
Lengjudeildin
Þorlákur Már Árnason, þjálfari Þórs
Þorlákur Már Árnason, þjálfari Þórs
Mynd: Palli Jóh / thorsport
„Fyrri hálfleikur var arfa slakur að okkar hálfu. Ekki boðleg spilamennska. Það var svona smá stolt í þessu í seinni hálfleik og það var skárra en bara alltof seint." sagði Þorlákur Már Árnason eftir 4-1 tap sinna manna gegn Aftureldingu í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  1 Þór

Kom þér eitthvað á óvart í leiknum?

„Nei ekki þannig séð það var bara helst hugarfar Þórs leikmanna, hvernig þeir komu inn í leikinn og hvað menn brotnuðu þegar þeir fengu á sig fyrsta markið. Það bara kom mér mjög á óvart."

Fannst þér seinkunin hafa mikil áhrif á þitt lið?

„Nei við höfum engar afsakanir, því miður. Við bara spiluðum fyrri hálfleikinn mjög illa og reyndum að bregðast við í hálfleik og fengum spræka stráka inná en það var bara ekki nóg. Afturelding átti fyllilega skilið þennan sigur."

Sonur Þorláks, Alexander Már gengur til liðs við Þór frá Fram í næsta glugga.

„Við höfum verið í miklum vandræðum með framherjastöðuna og auðvitað verið að færa leikmenn úr öðrum stöðum til að leysa það. Við misstum bæði Woo og Fannar Daða. Það verður mjög gaman að fá níu inn í liðið."

Ertu bjartsýnn á framhaldið?

„Já, ég er mjög bjartsýnn á framhaldið. Ég held að þetta hafi bara verið viðspyrna, maður þarf stundum að ná botninum og mér fannst þetta vera algjörlega botninn hjá Þórs liðinu og ég á von á breyttu liði núna í framtíðinni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner