Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 24. júní 2022 23:52
Ingi Snær Karlsson
Láki: Ekki boðleg spilamennska
Lengjudeildin
Þorlákur Már Árnason, þjálfari Þórs
Þorlákur Már Árnason, þjálfari Þórs
Mynd: Palli Jóh / thorsport
„Fyrri hálfleikur var arfa slakur að okkar hálfu. Ekki boðleg spilamennska. Það var svona smá stolt í þessu í seinni hálfleik og það var skárra en bara alltof seint." sagði Þorlákur Már Árnason eftir 4-1 tap sinna manna gegn Aftureldingu í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  1 Þór

Kom þér eitthvað á óvart í leiknum?

„Nei ekki þannig séð það var bara helst hugarfar Þórs leikmanna, hvernig þeir komu inn í leikinn og hvað menn brotnuðu þegar þeir fengu á sig fyrsta markið. Það bara kom mér mjög á óvart."

Fannst þér seinkunin hafa mikil áhrif á þitt lið?

„Nei við höfum engar afsakanir, því miður. Við bara spiluðum fyrri hálfleikinn mjög illa og reyndum að bregðast við í hálfleik og fengum spræka stráka inná en það var bara ekki nóg. Afturelding átti fyllilega skilið þennan sigur."

Sonur Þorláks, Alexander Már gengur til liðs við Þór frá Fram í næsta glugga.

„Við höfum verið í miklum vandræðum með framherjastöðuna og auðvitað verið að færa leikmenn úr öðrum stöðum til að leysa það. Við misstum bæði Woo og Fannar Daða. Það verður mjög gaman að fá níu inn í liðið."

Ertu bjartsýnn á framhaldið?

„Já, ég er mjög bjartsýnn á framhaldið. Ég held að þetta hafi bara verið viðspyrna, maður þarf stundum að ná botninum og mér fannst þetta vera algjörlega botninn hjá Þórs liðinu og ég á von á breyttu liði núna í framtíðinni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner