Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 24. júní 2022 23:52
Ingi Snær Karlsson
Láki: Ekki boðleg spilamennska
Lengjudeildin
Þorlákur Már Árnason, þjálfari Þórs
Þorlákur Már Árnason, þjálfari Þórs
Mynd: Palli Jóh / thorsport
„Fyrri hálfleikur var arfa slakur að okkar hálfu. Ekki boðleg spilamennska. Það var svona smá stolt í þessu í seinni hálfleik og það var skárra en bara alltof seint." sagði Þorlákur Már Árnason eftir 4-1 tap sinna manna gegn Aftureldingu í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  1 Þór

Kom þér eitthvað á óvart í leiknum?

„Nei ekki þannig séð það var bara helst hugarfar Þórs leikmanna, hvernig þeir komu inn í leikinn og hvað menn brotnuðu þegar þeir fengu á sig fyrsta markið. Það bara kom mér mjög á óvart."

Fannst þér seinkunin hafa mikil áhrif á þitt lið?

„Nei við höfum engar afsakanir, því miður. Við bara spiluðum fyrri hálfleikinn mjög illa og reyndum að bregðast við í hálfleik og fengum spræka stráka inná en það var bara ekki nóg. Afturelding átti fyllilega skilið þennan sigur."

Sonur Þorláks, Alexander Már gengur til liðs við Þór frá Fram í næsta glugga.

„Við höfum verið í miklum vandræðum með framherjastöðuna og auðvitað verið að færa leikmenn úr öðrum stöðum til að leysa það. Við misstum bæði Woo og Fannar Daða. Það verður mjög gaman að fá níu inn í liðið."

Ertu bjartsýnn á framhaldið?

„Já, ég er mjög bjartsýnn á framhaldið. Ég held að þetta hafi bara verið viðspyrna, maður þarf stundum að ná botninum og mér fannst þetta vera algjörlega botninn hjá Þórs liðinu og ég á von á breyttu liði núna í framtíðinni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner