Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 24. júní 2022 23:52
Ingi Snær Karlsson
Láki: Ekki boðleg spilamennska
Lengjudeildin
Þorlákur Már Árnason, þjálfari Þórs
Þorlákur Már Árnason, þjálfari Þórs
Mynd: Palli Jóh / thorsport
„Fyrri hálfleikur var arfa slakur að okkar hálfu. Ekki boðleg spilamennska. Það var svona smá stolt í þessu í seinni hálfleik og það var skárra en bara alltof seint." sagði Þorlákur Már Árnason eftir 4-1 tap sinna manna gegn Aftureldingu í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  1 Þór

Kom þér eitthvað á óvart í leiknum?

„Nei ekki þannig séð það var bara helst hugarfar Þórs leikmanna, hvernig þeir komu inn í leikinn og hvað menn brotnuðu þegar þeir fengu á sig fyrsta markið. Það bara kom mér mjög á óvart."

Fannst þér seinkunin hafa mikil áhrif á þitt lið?

„Nei við höfum engar afsakanir, því miður. Við bara spiluðum fyrri hálfleikinn mjög illa og reyndum að bregðast við í hálfleik og fengum spræka stráka inná en það var bara ekki nóg. Afturelding átti fyllilega skilið þennan sigur."

Sonur Þorláks, Alexander Már gengur til liðs við Þór frá Fram í næsta glugga.

„Við höfum verið í miklum vandræðum með framherjastöðuna og auðvitað verið að færa leikmenn úr öðrum stöðum til að leysa það. Við misstum bæði Woo og Fannar Daða. Það verður mjög gaman að fá níu inn í liðið."

Ertu bjartsýnn á framhaldið?

„Já, ég er mjög bjartsýnn á framhaldið. Ég held að þetta hafi bara verið viðspyrna, maður þarf stundum að ná botninum og mér fannst þetta vera algjörlega botninn hjá Þórs liðinu og ég á von á breyttu liði núna í framtíðinni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner