Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 24. júní 2024 16:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KSÍ svarar Vestra: Ætla ekki að aðhafast frekar í málinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ sendi í dag svar til knattspyrnudeildar Vestra vegna málsins sem kom upp í síðustu viku þar sem þjálfari Vestra, Davíð Smári Lamude sakaði leikmenn Fylkis um rasísk ummæli í garð leikmanna Vestra. Það gerði hann í viðtali við Stöð2Sport/Vísi beint eftir leik liðanna í Árbænum á þriðjudagskvöld.

Í yfirlýsingu Vestra kom svo fram að um væri að ræða einn leikmann Vestra og einn leikmann Fylkis.

Í svari KSÍ til Vestra kemur fram að sambandið ætli ekki að aðhafast frekar í málinu. „Það er niðurstaða skrifstofu að ókleift sé annað en að láta til staðar numið og aðhafast ekki frekar."

Vestri sendi KSÍ upplýsingar um málið daginn eftir og í kjölfarið óskaði KSÍ eftir athugasemdum frá knattspyrnudeild Fylkis vegna málsins og fékk þær.

KSÍ kannaði einnig hvort dómarateymi og eftirlitsmaður hefðu orðið var við orðaskipti sem vitnað er til í greinargerð Vestra. Einnig var kannað hvort gögn; upptökur, mynskeið o.fl. kynnu að varpa ljósi á málið en þessi gagnaöflun skýrði meinta atburðarás ekki frekar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner