fös 24. júlí 2020 11:41
Magnús Már Einarsson
Lovren á leið til Zenit St Pétursborg
Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, er á leið til Zenit St Pétursborg í Rússlandi.

Zenit mun greiða tólf milljónir evra eða 10,9 milljónir punda fyrir Lovren.

Hinn 31 árs gamli Lovren mun væntanlega ganga frá samningum í Rússlandi í næstu viku.

Króatinn hefur verið hjá Liverpool síðan árið 2014 en undanfarið eitt og hálft ár hefur hann verið aftarlega í röðinni yfir miðverði hjá liðinu.

Lovren vill fá að spila meira en hann er í dag á eftir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip í röðinni hjá Liverpool.
Athugasemdir
banner