Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. júlí 2020 09:30
Innkastið
Samstarf Óla Jó og Rúnars blómstrar - Stjarnan Íslandsmeistarakandídatar
Stjörnumenn fagna marki gegn HK á dögunum.
Stjörnumenn fagna marki gegn HK á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Öll tölfræði segir að þetta eru Íslandsmeistarakandídatar," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gær eftir útisigur Stjörnunnar á ÍA.

Stjarnan er með þrettán stig eftir fimm leiki og er með flest stig að meðaltali í deildinni. Valur og KR eru efst með sextán stig en Stjarann á þrjá og tvo leiki inni á þessu lið.

Það vakti athygli í haust þegar Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, ákvað að fá Ólaf Jóhannesson með sér til að þjálfa liðið.

„Samstarf þeirra fær 9 í einkunn. Utan frá þá hélt maður að þetta væri harmleikur eða lestarslys í uppsiglingu frekar en svona ótrúlega góður árangur. Við eigum eftir að sjá þetta þegar verður smá mótmæli, hvernig hlutirnir ganga þá," sagði Ingólfur Sigurðsson.

Hilmar Árni Halldórsson hefur verið minna áberandi hjá Stjörnunni en oft áður en það hefur ekki komið að sök.

„Stjarnan er búið að vinna alla fótboltaleikina og það er varla minnst á Hilmar Árna. Hann hefur skorað úr einni aukaspyrnu en annars er það ekkert meira," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið en þar var nánar rætt um Stjörnuliðið, Alex Þór Hauksson fyrirliða liðsins og leikinn í gær.
Innkastið - Titringur í Breiðabliki og Stjarnan getur unnið mótið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner