Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. júlí 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton hafnaði 30 milljónum frá Man City
Cucurella mun kosta meira en Zinchenko.
Cucurella mun kosta meira en Zinchenko.
Mynd: Getty Images

BBC greindi frá því í gær að Brighton hafi hafnað 30 milljón punda tilboði frá Manchester City fyrir vinstri bakvörðinn Marc Cucurella.


Cucurella er 24 ára og á fjögur ár eftir af samningi sínum við Brighton. Hann var mikilvægur hlekkur upp yngri landslið Spánar og lék sinn fyrsta og eina A-landsleik í fyrra.

Brighton seldi miðjumanninn Yves Bissouma til Tottenham í júní og er ekki undir fjárhagslegri pressu að selja fleiri leikmenn. Félagið er talið vilja fá minnst 45 milljónir punda fyrir Cucurella.

Man City hefur verið duglegt á leikmannamarkaðinum bæði í sölum og kaupum en félagið er þegar búið að festa kaup á Kalvin Phillips og Erling Braut Haaland fyrir rétt tæplega 100 milljónir punda. Englandsmeistararnir eru búnir að selja Raheem Sterling, Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko fyrir 130 milljónir og eru í leit að nýjum vinstri bakverði til að fylla í skarð Úkraínumannsins.

Eins og staðan er í dag er Nathan Ake eini varnarmaður City sem er vanur að spila sem vinstri bakvörður. Aymeric Laporte getur einnig leyst stöðuna af hólmi en er vanur að leika í hjarta varnarinnar og sömu sögu má segja um Joao Cancelo sem er vanur að vera í hægri bakverði.


Athugasemdir
banner
banner
banner