Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 24. júlí 2022 20:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Settum rosalega orku í þetta
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar tóku á móti KA þegar 14.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni í dag. 

Keflvíkingar sem hafa verið á flottu skriði að undanförnu hafa nú tapað tveim leikjum í röð gegn Breiðablik og KA á heimavelli en sitja ennþá í 6.sæti deildarinnar og eru fyrir ofan KR á markatölu sem hafa jafn mörg stig.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 KA

„Ég er bara ótrúlega stoltur af liðinu að effortið sem við settum inn, við nátturlega komumst 1-0 yfir og við missum mann útaf á 10. mínútu og spiluðum þar að leiðandi einum færri í 80 mínútur og settum rosalega orku í þetta." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag.

„Sköpuðum okkur fullta af færum í seinni hálfleiknum til þess að klára leikinn í stöðunni 1-1. Fáum einn á móti markmanni í nokkur skipti, náum ekki að nýta það og svo gerum við klaufa mistök varnarlega í ákvörðunartöku alveg í restina og þeir komast í 2-1 og þá var þetta búið, orkan búin hjá okkur og erfitt að vera einum færri svona lengi og mómentið var með þeim og þeir ná að bæta við þriðja markinu. Þetta var aldrei 3-1 leikur fannst mér og svekkjandi að fá ekki að spila 11 á móti 11 á móti þeim."

Aðspurður um leikmannamál sagði Sigurður Ragnar Keflvíkinga ekki eiga von á því að styrkja hópinn fyrir lok gluggans.

„Við eigum ekki von á styrkingum. Við höfum í raun bara misst úr hópnum okkar bæði Ivan farinn og Joey farinn tímabundið. Ari Steinn fór á lán til Víðis frá okkur til að spila meira þannig að við erum í raun bara að missa úr hópnum okkar eins og staðan er í dag og ég á ekki von á því að við fáum að styrkja."

Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner