29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 24. júlí 2022 20:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Settum rosalega orku í þetta
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar tóku á móti KA þegar 14.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni í dag. 

Keflvíkingar sem hafa verið á flottu skriði að undanförnu hafa nú tapað tveim leikjum í röð gegn Breiðablik og KA á heimavelli en sitja ennþá í 6.sæti deildarinnar og eru fyrir ofan KR á markatölu sem hafa jafn mörg stig.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 KA

„Ég er bara ótrúlega stoltur af liðinu að effortið sem við settum inn, við nátturlega komumst 1-0 yfir og við missum mann útaf á 10. mínútu og spiluðum þar að leiðandi einum færri í 80 mínútur og settum rosalega orku í þetta." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag.

„Sköpuðum okkur fullta af færum í seinni hálfleiknum til þess að klára leikinn í stöðunni 1-1. Fáum einn á móti markmanni í nokkur skipti, náum ekki að nýta það og svo gerum við klaufa mistök varnarlega í ákvörðunartöku alveg í restina og þeir komast í 2-1 og þá var þetta búið, orkan búin hjá okkur og erfitt að vera einum færri svona lengi og mómentið var með þeim og þeir ná að bæta við þriðja markinu. Þetta var aldrei 3-1 leikur fannst mér og svekkjandi að fá ekki að spila 11 á móti 11 á móti þeim."

Aðspurður um leikmannamál sagði Sigurður Ragnar Keflvíkinga ekki eiga von á því að styrkja hópinn fyrir lok gluggans.

„Við eigum ekki von á styrkingum. Við höfum í raun bara misst úr hópnum okkar bæði Ivan farinn og Joey farinn tímabundið. Ari Steinn fór á lán til Víðis frá okkur til að spila meira þannig að við erum í raun bara að missa úr hópnum okkar eins og staðan er í dag og ég á ekki von á því að við fáum að styrkja."

Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner