Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 24. júlí 2022 20:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Settum rosalega orku í þetta
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar tóku á móti KA þegar 14.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni í dag. 

Keflvíkingar sem hafa verið á flottu skriði að undanförnu hafa nú tapað tveim leikjum í röð gegn Breiðablik og KA á heimavelli en sitja ennþá í 6.sæti deildarinnar og eru fyrir ofan KR á markatölu sem hafa jafn mörg stig.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 KA

„Ég er bara ótrúlega stoltur af liðinu að effortið sem við settum inn, við nátturlega komumst 1-0 yfir og við missum mann útaf á 10. mínútu og spiluðum þar að leiðandi einum færri í 80 mínútur og settum rosalega orku í þetta." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag.

„Sköpuðum okkur fullta af færum í seinni hálfleiknum til þess að klára leikinn í stöðunni 1-1. Fáum einn á móti markmanni í nokkur skipti, náum ekki að nýta það og svo gerum við klaufa mistök varnarlega í ákvörðunartöku alveg í restina og þeir komast í 2-1 og þá var þetta búið, orkan búin hjá okkur og erfitt að vera einum færri svona lengi og mómentið var með þeim og þeir ná að bæta við þriðja markinu. Þetta var aldrei 3-1 leikur fannst mér og svekkjandi að fá ekki að spila 11 á móti 11 á móti þeim."

Aðspurður um leikmannamál sagði Sigurður Ragnar Keflvíkinga ekki eiga von á því að styrkja hópinn fyrir lok gluggans.

„Við eigum ekki von á styrkingum. Við höfum í raun bara misst úr hópnum okkar bæði Ivan farinn og Joey farinn tímabundið. Ari Steinn fór á lán til Víðis frá okkur til að spila meira þannig að við erum í raun bara að missa úr hópnum okkar eins og staðan er í dag og ég á ekki von á því að við fáum að styrkja."

Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner