Leicester hefur hafið viðræður við Arsenal um möguleikann á því að fá Reiss Nelson í sínar raðir. Það er Fabrizio Romano sem greinir frá.
Leicester er sagt vilja fá Nelson á lánssamningi og honum muni fylgja kaupskylda ef ákveðin skilyrði verða uppfyllt á lánstímanum.
Leicester er sagt vilja fá Nelson á lánssamningi og honum muni fylgja kaupskylda ef ákveðin skilyrði verða uppfyllt á lánstímanum.
Nýliðar Leicester hafa trú á því að þeir geti landað Nelson. Hann var fyrr í sumar orðaður við West Ham.
Hann er 24 ára og er í aukahlutverki hjá Arsenal. Hann þekkir vel til Steve Cooper, nýs stjóra Leicester, því þeir unnu saman í U17 ára landsliði Englands.
Kantmaðurinn er uppalinn hjá Arsenal, hefur leikið 89 leiki fyrir aðalliðið og skorað átta mörk.
???????? EXCLUSIVE: Leicester City open talks with Arsenal for Reiss Nelson.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 24, 2024
Loan deal with obligation to buy, in talks over financial terms with Arsenal.
Leicester, confident they can persuade Nelson if the clubs come to terms as he previously worked with Steve Cooper. pic.twitter.com/9F8VGpMgau
Athugasemdir