Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 24. júlí 2024 12:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leicester í viðræður við Arsenal vegna Nelson
Mynd: Getty Images
Leicester hefur hafið viðræður við Arsenal um möguleikann á því að fá Reiss Nelson í sínar raðir. Það er Fabrizio Romano sem greinir frá.

Leicester er sagt vilja fá Nelson á lánssamningi og honum muni fylgja kaupskylda ef ákveðin skilyrði verða uppfyllt á lánstímanum.

Nýliðar Leicester hafa trú á því að þeir geti landað Nelson. Hann var fyrr í sumar orðaður við West Ham.

Hann er 24 ára og er í aukahlutverki hjá Arsenal. Hann þekkir vel til Steve Cooper, nýs stjóra Leicester, því þeir unnu saman í U17 ára landsliði Englands.

Kantmaðurinn er uppalinn hjá Arsenal, hefur leikið 89 leiki fyrir aðalliðið og skorað átta mörk.

Athugasemdir
banner
banner