Fréttablaðið opinberar í morgun að það voru Sif Atladóttir, Þóra Björg Helgadóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir sem skrifuðu umdeildan tölvupóst þar sem þær lýstu því yfir að þær vildu Sigurð Ragnar Eyjólfsson úr starfi landsliðsþjálfara.
Sigurður Ragnar sagði í viðtali við 433.is áður en leikmennirnir voru nafngreindir að þarna væru á ferð leikmenn sem fengu lítið að spila í lokakeppni Evrópumótsins.
„Ljóst er að óánægja leikmannanna fjögurra beindist ekki aðeins að litlum leiktíma eins og Sigurður Ragnar sagði í áðurnefndu viðtali. Sif Atladóttir spilaði afar stórt hlutverk í lokakeppninni og hefur alltaf gert í landsliðinu. Ljóst er að óánægja hennar beinist að öðru. Hinar þrjár spiluðu hins vegar minna en reiknað var með," segir í greininni sem Kolbeinn Tumi Daðason blaðamaður skrifar.
„Spurningin sem eftir stendur er samt sem áður þessi. Hversu mikil áhrif eiga landsliðsmenn að hafa á hver þjálfi landsliðið? Að koma skoðunum á framfæri er eitt, gott og gilt. Að beita sér fyrir því að þjálfari hætti störfum er annað."
Sigurður Ragnar Eyjólfsson er hættur þjálfun kvennalandsliðsins eftir að hafa skilað besta árangri sem íslenskt A-landslið í fótbolta hefur náð. Leit að eftirmanni hans stendur yfir en Elísabet Gunnarsdóttir, Kristianstad, og Freyr Alexandersson, þjálfari karlaliðs Leiknis, hafa verið helst orðuð við starfið.
Smelltu hér til að lesa greinina
Leikmennirnir sem skrifuðu bréfið:
Athugasemdir