Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 24. ágúst 2022 09:18
Elvar Geir Magnússon
Berglind keypt til PSG (Staðfest)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur spilað 66 landsleiki og skorað 12 mörk fyrir Ísland.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur spilað 66 landsleiki og skorað 12 mörk fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franska félagið Paris Saint-Germain hefur keypt Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur frá norska félaginu Brann.

Brann staðfestir þetta á heimasíðu sinni og segir að Berglind hafi þegar gengist undir læknisskoðun og skrifað undir samning.

„PSG gerði tilboð sem við gátum ekki hafnað. Því miður þá gat Berglind ekki spilað eins mikið fyrir okkur og við vonuðumst eftir, vegna meiðsla. En við óskum henni góðs gengis í framtíðinni," segir starfandi þjálfari Brann og íþróttastjórinn Olli Harder.

Berglind Björg, sem er 30 ára sóknarmaður, kom til Brann frá Hammarby í janúar. Hún skoraði eitt deildarmark og eitt bikarmark fyrir Brann.

Hún þekkir vel til í Frakklandi en hún spilaði með Le Havre tímabilið 2020-2021. Berglind hefur einnig spilað fyrir Hammarby, Milan, Verona og PSV í atvinnumennsku. Hún hefur spilað 66 landsleiki og skorað 12 mörk fyrir Ísland.

PSG er eitt stærsta félag Evrópu og hafnaði í öðru sæti frönsku kvennadeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner