Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   fim 24. ágúst 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
Sambandsdeildin: Blikar halda heim með forystu - Einu skrefi frá riðlakeppni
Höskuldur skoraði.
Höskuldur skoraði.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
FC Struga 0 - 1 Breiðablik
0-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('35 )
Lestu um leikinn

Lestu um leikinn: FC Struga 0 -  1 Breiðablik

Breiðablik náði frábærum sigri í Norður-Makedóníu, í fyrri viðureigninni gegn Struga í umspili fyrir riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik vann 1-0 útisigur.

Bæði lið áttu stangarskot snemma leiks. Klæmint Olsen skallaði í stöngina á 11. mínútu og fimm mínútum síðar átti hættulegasti leikmaður Struga, Besart Ibraimi, skot í stöngina hinumegin.

Struga kom boltanum í netið á 30. mínútu en eftir VAR skoðun var markið dæmt af. Dæmd var hendi á leikmann heimamanna.

Struga byrjaði leikinn betur en það var hinsvegar Breiðablik sem tók forystuna á 35. mínútu. Höskuldur Gunnlaugsson fékk boltann úti á hægri kantinum, fór inn völlinn framhjá varnarmönnum Struga áður en hann átti glæsilegt skot í fjærhornið. Höskuldur er sjóðheitur upp við mark andstæðingana í Evrópuleikjum.

Í hálfleik bætti verulega í vindinn og hafði rokið mikil áhrif á leikinn. Hogan Ukpa átti sláarskot á 72. mínútu en var flaggaður rangstæður. Hinumegin fékk Ágúst Eðvald Hlynsson hörkufæri en gekk erfiðlega að athafna sig og skaut framhjá.

Átta mínútum var bætt við og Ibraimi komst næst því að jafna í uppbótartímanum en hitti ekki á markið þegar boltinn datt til hans í teignum.

Breiðablik vann 1-0 og fer með gott veganesti heim. Seinni leikurinn verður á Kópavogsvelli á fimmtudaginn í næstu viku, klukkan 16:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner