Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. september 2020 09:39
Magnús Már Einarsson
Mary Alice mun fylla skarð Hallberu hjá Val
Mary Alice Vignola
Mary Alice Vignola
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mary Alice Vignola, vinstri bakvörður Þróttar, er búin að semja við Val fyrir næsta tímabil en þetta kom fram í nýjasta þætti Heimavallarins.

Mary er vinstri bakvörður sem hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með nýliðum Þróttar í sumar.

Íslenska landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir er á leið til Svíþjóðar í nám og útlit er fyrir að hún spili í sænsku úrvalsdeildinni næsta sumar.

Hin 34 ára gamla Hallbera hefur meðal annars verið orðuð við Kristianstad þar sem Elíasbet Gunnarsdóttir er við stjórnvölin.

Mary á að fylla skarð hennar hjá Val en þessi 22 ára gamli leikmaður kom frá Bandaríkjunum til Þróttar í vor.

Mary hefur skorað þrjú mörk í tíu leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Hér að neðan má hlusta á nýjasta þátt Heimavallarins.
Heimavöllurinn: Sara jafnar leikjametið og ungar gripu gæsina
Athugasemdir
banner
banner
banner