Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fös 24. september 2021 19:03
Brynjar Ingi Erluson
Ber saman stjóratíð Klopp og Solskjær - Bæði lið fengið 32 víti
Michael Reid, starfsmaður Opta og StatsPerform, birtir afar áhugaverða tölfræði á Twitter í dag en þar ber hann saman snertingar inn í teig og vítaspyrnudóma hjá Liverpool og Manchester United.

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Man Utd, sagði á blaðamannafundi í dag að eftir að Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, gagnrýndi dómgæsluna í leikjum United þá hafi liðið fengið töluvert minna af vítaspyrnum.

United fékk ellefu vítaspyrnur á síðasta keppnistímabili í úrvalsdeildinni á meðan Liverpool fékk sex spyrnur.

Solskjær sagði á blaðamannafundinum að liðið hefði átt að fá alla vega þrjú víti á þessu tímabili, en að það væri ekki að falla með þeim eftir að Klopp lýsti yfir áhyggjum sínum í janúar.

Reid, sem er gagnasérfræðingur hjá Opta og StatsPerform, sýndi tölfræði þar sem hann fer yfir snertingar beggja liða inn í teig.

Frá því Klopp tók við Liverpool hefur liðið átt 7192 snertingar inn í teig í 255 leikjum. Í 102 leikjum Solskjær hefur liðið átt 2641 snertingu inn í teig andstæðingana. Bæði lið hafa fengið 32 vítaspyrnur frá því Klopp tók við Liverpool.


Athugasemdir
banner