Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   sun 24. október 2021 20:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Jafnt í tveimur stórleikjum - Mourinho fékk rautt
Það stórleikur í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Inter tók á móti Juventus.

Þetta eru tvö lið sem eru að hellast úr lestinni í titilbaráttunni og ekki hjálpa úrslitin í leiknum þeim í þeirri baráttu.

Því leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Edin Dzeko kom Inter yfir á 17. mínútu og var staðan 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Þetta var hörkuleikur og tókst Juventus að jafna þegar lítið var eftir; Paulo Dybala gerði markið úr vítaspyrnu.

Þetta stig gerir ekki mikið fyrir bæði þessi lið; Inter er í þriðja sæti með 18 stig og Juventus er í sjötta sæti með 15 stig.

Mourinho og Spalletti fengu rautt
Það var einnig áhugaverður slagur í deildinni þegar Roma fékk Napoli í heimsókn.

Þar sáu báðir þjálfarar, Jose Mourinho og Luciano Spalletti, rautt spjald fyrir hegðun sína gagnvart dómaranum. Það var líklega það líflegasta við leikinn því hann endaði markalaus.

Napoli er á toppnum með jafnmörg stig og AC Milan, sem er í öðru sæti. Roma er í fjórða sæti með 16 stig.

Annars staðar gerði Atalanta jafntefli við Udinese á heimavelli, þar sem gestirnir jöfnuðu í uppbótartíma; Fiorentina vann sannfærandi sigur á Cagliari og sömu sögu er að segja af Hellas Verona gegn Lazio.

Atalanta 1 - 1 Udinese
1-0 Ruslan Malinovskiy ('56 )
1-1 Beto ('90 )

Fiorentina 3 - 0 Cagliari
1-0 Cristiano Biraghi ('21 , víti)
2-0 Nicolas Gonzalez ('42 )
3-0 Dusan Vlahovic ('49 )

Verona 4 - 1 Lazio
1-0 Giovanni Simeone ('30 )
2-0 Giovanni Simeone ('36 )
2-1 Ciro Immobile ('46 )
3-1 Giovanni Simeone ('62 )
4-1 Giovanni Simeone ('90 )

Inter 1 - 1 Juventus
1-0 Edin Dzeko ('17 )
1-1 Paulo Dybala ('89 , víti)

Roma 0 - 0 Napoli
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 22 13 8 1 35 17 +18 47
3 Roma 22 14 1 7 27 13 +14 43
4 Napoli 22 13 4 5 31 20 +11 43
5 Juventus 22 12 6 4 35 17 +18 42
6 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
7 Atalanta 22 9 8 5 30 20 +10 35
8 Bologna 22 8 6 8 32 27 +5 30
9 Lazio 22 7 8 7 21 19 +2 29
10 Sassuolo 22 7 5 10 24 28 -4 26
11 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
12 Cagliari 22 6 7 9 24 31 -7 25
13 Genoa 22 5 8 9 25 31 -6 23
14 Cremonese 22 5 8 9 20 29 -9 23
15 Parma 22 5 8 9 14 26 -12 23
16 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
17 Lecce 22 4 6 12 13 29 -16 18
18 Fiorentina 22 3 8 11 24 34 -10 17
19 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
20 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
Athugasemdir
banner
banner