James Storer varði mark unglingaliðs Úlfanna í leik gegn Manchester United á dögunum.
Heimamenn í Man Utd voru tveimur mörkum yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar þeir reyndu að bæta þriðja markinu við.
James Storer í marki Úlfanna hafði þó allt aðrar hugmyndir og varði hverja tilraunina fætur annarri með meistaralegum hætti, þó hann hafi tvívegis þurft að bjarga frá samherja.
Storer gerði frábærlega að verja svona oft og ljóst að mikil samkeppni er í unglingaliði Úlfanna en aðalmarkvörður U18 liðsins er Pálmi Rafn Arinbjörnsson.
Athugasemdir