Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   þri 24. nóvember 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Baráttuleysi hjá botnliði Sheffield United
Eftir að hafa verið spútnikliðið á síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni þá hefur Sheffield United gengið mjög illa í byrjun á þessu tímabili.

Sheffield United tapaði 1-0 gegn West Ham um helgina og er á botninum með einungis með eitt stig eftir níu umferðir.

„Þeir eru með eitt stig eftir níu leiki. Þetta er lið sem er í ruglinu, Þeir fá ekki eitt gult spjald í leiknum. Það sýnir að það er enginn tilbúinn að vera nálægt leikmönnum. Það er enginn tilbúinn að taka tæklingar til að stoppa flæðið," sagði Hjálmar Örn Jóhannsson í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í gær.

„Þetta var kraftaverka ár í fyrra en nú eru allir búnir að læra inn á þá og vita nákvæmlega hvað þeir ætla að gera og hvernig þeir ætla að verjast. Þetta lítur hræðilega út," sagði Ingimar Helgi Finnsson.

Hér að neðan má hlusta á þátt gærdagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Ætla að sjá Tottenham taka við bikar í vor
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner