Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 24. nóvember 2020 12:52
Elvar Geir Magnússon
Man Utd og Liverpool meðal félaga sem hafa áhuga á Chukwueze
Manchester United og Liverpool eru meðal sex enskra úrvalsdeildarfélaga sem hafa áhuga á að kaupa vængmanninn Samu Chukwueze frá Villarreal.

Þessi 21 árs leikmaður er einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í La Liga og hefur verið orðaður við Real Madrid.

Spænskir fjölmiðlar segja að Real Madrid vilji fá Chukwueze og liðsfélaga hans Pau Torres.

Chukwueze er frá Nígeríu og sagt er að Leicester, Everton, Chelsea og Wolves horfi einnig til hans.

Riftunarákvæði í samningi Chukwueze hljóðar upp á 80 milljónir evra, þó hann sé spennandi leikmaður hefur hann ekki gert nægilega mikið til að réttlæta þann verðmiða.
Athugasemdir
banner
banner