þri 24. nóvember 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Walcott: Ég elska ensku úrvalsdeildina!
Theo Walcott er mættur aftur til Southampton
Theo Walcott er mættur aftur til Southampton
Mynd: Getty Images
Enski leikmaðurinn Theo Walcott skoraði mark Southampton í 1-1 jafnteflinu gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær en þetta var fyrsta mark hans fyrir Southampton í fjórtán ár.

Walcott var 17 ára gamall þegar hann yfirgaf Southampton og gekk í raðir Arsenal árið 2006. Hann hafði átt gott tímabil með Southampton í ensku B-deildinni þar sem hann gerði 5 mörk í 23 leikjum.

Meiðsli settu strek í reikninginn hjá honum hjá Arsenal en þrátt fyrir það náði hann að spila 397 leiki og skora 108 mörk. Hann fór til Everton árið 2018 en var lánaður undir lok gluggans til Southampton.

Hann skoraði fyrir liðið í jafnteflinu í gær en þá voru fjórtán ár frá því hann skoraði síðast fyrir félagið.

„Þú ert að láta mér líða eins og ég sé gamall! Ég er bara 31 árs en mér líður eins og ég sé krakki. Ég er í formi og ég elska ensku úrvalsdeildina," sagði Walcott.

„Þetta var mjög þægileg afgreiðsla. Che átti góða stoðsendingu og ég er mjög ánægður með markið. Mér líður eins og við höfum unnið leikinn því þeir spila frábæran fótbolta og þetta var gott stig," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner