Sóknartengiliðurinn öflugi Cole Palmer er byrjaður að æfa aftur með liðsfélögum sínum eftir nárameiðsli og svo támeiðsli sem héldu honum frá keppni.
Palmer var frá keppni í tæpa tvo mánuði vegna nárameiðslanna og svo bárust fréttir frá því á dögunum að endurkoma hans hafi tafist eftir að hann meiddist á tá heima hjá sér.
21.11.2025 10:05
Palmer meiddist á tá á heimili sínu
Chelsea hefur staðið sig vel án Palmer þar sem liðsfélagar hans unnu níu leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu tvisvar sinnum.
Palmer var búinn að skora 2 mörk í 4 leikjum áður en hann meiddist í september, eftir að hafa verið besti leikmaður Chelsea á síðustu leiktíð.
Hinn 23 ára gamli Palmer var einnig meðal bestu manna Chelsea á HM í sumar, þar sem hann skoraði þrisvar sinnum og lagði tvisvar upp í sex leikjum.
Athugasemdir


