Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fös 21. nóvember 2025 10:05
Elvar Geir Magnússon
Palmer meiddist á tá á heimili sínu
Mynd: EPA
Cole Palmer, lykilmaður Chelsea, hefur ekki spilað síðan 20. september vegna nárameiðsla. Hann mun ekki snúa aftur í næstu leikjum þar sem hann er nú meiddur á tá eftir „slys“ sem hann varð fyrir heima hjá sér.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, greindi frá þessu óheppilega atviki á fréttamannafundi í morgun.

„Ég vakna oft upp á nóttunni til að fara á klósettið, ég rek höfuðið í, fótleggina og hvaðeina. Þetta getur gerst," segir Maresca.

„Hann var mjög nálægt því að snúa aftur eftir nárameiðslin. Það eru góðar fréttir en en hann er að glíma við þessi smávægilegu meiðsli. Þetta er litla táin, ég veit ekki hvort hún sé brotin en eina sem ég veit er að hann missir af næstu leikjum."

Chelsea mætir Burnley á morgun og mun svo leika gegn Barcelona og Arsenal. Maresca segir að Palmer missi allavega af þessum leikjum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner