Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   mið 24. desember 2025 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Fernandes og Mainoo ekki með gegn Newcastle
Mynd: EPA
Bruno Fernandes og Kobbie Mainoo verða ekki með Manchester United gegn Newcastle United á annan í jólum en þetta staðfesti Ruben Amorim, stjóri félagsins, á fréttamannafundi.

Fernandes meiddist í 2-1 tapi Man Utd gegn Aston Villa um helgina og er óttast að hann verði frá í nokkrar vikur.

Hann hefur verið þeirra besti maður síðan hann kom frá Sporting Lisbon fyrir fimm og hálfu ári síðan, en United er þegar án nokkurra öflugra leikmanna.

Amorim staðfesti einnig að Mainoo verði ekki með gegn Newcastle, en hann er að glíma við smávægileg meiðsli. Hann var ekki heldur í hópnum gegn Villa.

„Ég held að það sé styttra í að Mainoo snúi aftur en Fernandes,“ sagði Amorim.

Mainoo er sagður vilja fara frá United og verið nokkuð hávær varðandi það í gegnum fólkið sitt. Bróðir hans mætti á leik United í bol sem stóð á: „Free Kobbie Mainoo“.

Ólíklegt er að hann fái að fara frá United vegna meiðsla Fernandes, en það er þó aldrei hægt að útiloka neitt. Janúarglugginn er lævís og mörg óvænt skipti átt sér stað á þessum tíma leiktíðarinnar.
Athugasemdir