Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   mið 24. desember 2025 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Sérstök upplifun Loga sem byrjaði í bikarsigri
Logi Tómasson er vanari því að eyða kvöldinu með fjölskyldunni yfir góðri jólasteik en þetta var aðeins öðruvísi aðfangadagskvöld
Logi Tómasson er vanari því að eyða kvöldinu með fjölskyldunni yfir góðri jólasteik en þetta var aðeins öðruvísi aðfangadagskvöld
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Logi Tómasson eyddi aðfangadegi í Tyrklandi en hann byrjaði hjá Samsunspor sem vann 2-1 sigur á Eyupspor í 1. umferð í riðlakeppni bikarsins í kvöld.

Landsliðsmaðurinn er ekki vanur því að spila á jólunum. Hann lék síðast með Strömsgodset í Noregi en deildin klárast vanalega í nóvember.

Hann samdi við Samsunspor í sumar, en þar er iðkuð múslimatrú. Flestir í Tyrklandi halda ekki upp á jólin og því engin ástæða til þess að færa leiki til.

Öðruvísi hátíð en Logi er vanur, en hann byrjaði hjá Samsunspor sem vann sinn fyrsta leik í riðlakeppni bikarsins.

Hann fór af velli þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum en Samsunspor er komið með þrjú stig í B-riðli. Riðlarnir eru þrír talsins og fara tvö lið úr hverjum riðli í 8-liða úrslit og síðan þau tvö lið með besta árangurinn í 3. sæti áfram.


Athugasemdir
banner
banner