Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. janúar 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær leyfir Lingard að fara
Jesse Lingard í leik með Man Utd.
Jesse Lingard í leik með Man Utd.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er búinn að gefa grænt ljós á það að leyfa Jesse Lingard að yfirgefa félagið á láni samkvæmt heimildum ESPN.

Solskjær var áhugasamur um að halda Lingard fyrir seinni hluta tímabilsins þar sem Man Utd á marga leiki fyrir höndum. Eftir að hafa rætt við leikmanninn er hann hins vegar tilbúinn að leyfa honum að fara svo hann geti spilað meiri fótbolta.

Lingard hefur einungis komið við sögu í þremur leikjum með Manchester United á þessu tímabili. Hann var ekki í hóp gegn Liverpool í FA-bikarnum í gær.

Samkvæmt ESPN þá vill hinn 28 ára gamli Lingard vera áfram í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir áhuga frá félögum í öðrum löndum. Newcastle United, Tottenham Hotspur, West Ham United, Sheffield United og West Bromwich Albion eru sögð áhugasöm um hann.

Nú er það undir stjórn Man Utd komið hvað skal gera við Lingard sem er samningsbundinn félaginu til 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner